Fréttir

Fyrsti sigur Spieth í tæp 4 ár
Jordan Spieth.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
mánudaginn 5. apríl 2021 kl. 10:15

Fyrsti sigur Spieth í tæp 4 ár

Bandaríkjamaðurinn Jordan Spieth sigraði á sunnudaginn á Valero Texas Open mótinu sem fram fór á PGA mótaröðinni í golfi um helgina.

Spieth spilaði hringina fjóra á 18 höggum undir pari og varð að lokum tveimur höggum á undan samlanda sínum Charley Hoffman. Fyrir lokaholuna var Spieth með tveggja högga forystu á Hoffman og því hefði margt getað gerst á par 5 holunni. Spieth fékk hins vegar öruggt par líkt og Hoffman og fagnaði því sínum fyrsta sigri á PGA mótaröðinni frá því hann vann Opna mótið í júlí 2017.

Alls lék Spieth í 83 mótum á 1.351 degi án sigurs áður en 12. sigurinn hans leit dagsins ljós í Texas í gær.

Næta mót á PGA mótaraöðinni er Masters mótið sem fer fram dagana 8.-11. apríl. Spieth sigraði á mótinu árið 2015 og er einn af þeim sem talinn er líklegastur til sigurs í ár eftir góða frammistöðu undanfarna mánuði.

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.

Sigrar Jordan Spieth á PGA mótaröðinni:

2013    John Deere Classic
2015    Valspar Championship
2015    Masters Tournament
2015    U.S. Open
2015    John Deere Classic
2015    The Tour Championship
2016    Hyundai Tournament of Champions
2016    Dean & DeLuca Invitational
2017    AT&T Pebble Beach Pro-Am
2017    Travelers Championship
2017    The Open
2021    Valero Texas Open