Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

GE er nýjasti golfklúbbur landsins
Golfklúbburinn Esja er með samstarfssamning við Golfklúbb Brautarholts og verður Brautarholtsvöllur heimavöllur GE.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
sunnudaginn 24. nóvember 2019 kl. 22:13

GE er nýjasti golfklúbbur landsins

Golfklúbburinn Esja (GE) er nýr golfklúbbur sem er nú formlegur aðili að Golfsambandi Íslands. Umsókn GE um inngöngu var samþykkt á stjórnarfundi GSÍ sem fór fram um helgina. Alls eru því 63 golfklúbbar innan raða GSÍ.

Í stjórn Golfklúbbsins Esju eru Magnús Lárusson, Páll Ingólfsson og Birgir Guðjónsson. Golfklúbburinn Esja er með samstarfssamning við Golfklúbb Brautarholts og verður Brautarholtsvöllur heimavöllur GE.

Örninn 2025
Örninn 2025

Magnús Lárusson, nýkjörinn formaður GE, mætti á golfþing GSÍ um helgina og kynnti nýjasta golfklúbbinn fyrir þinginu. Magnús sagði að markmið með stofnun klúbbsins væri fyrst og fremst til þess að efla golfíþróttina á Íslandi.

Nánar er hægt að lesa um nýja klúbbinn með því að lesa tilkynningu frá GSÍ hér.


Magnús Lárusson.