GE er nýjasti golfklúbbur landsins
Golfklúbburinn Esja (GE) er nýr golfklúbbur sem er nú formlegur aðili að Golfsambandi Íslands. Umsókn GE um inngöngu var samþykkt á stjórnarfundi GSÍ sem fór fram um helgina. Alls eru því 63 golfklúbbar innan raða GSÍ.
Í stjórn Golfklúbbsins Esju eru Magnús Lárusson, Páll Ingólfsson og Birgir Guðjónsson. Golfklúbburinn Esja er með samstarfssamning við Golfklúbb Brautarholts og verður Brautarholtsvöllur heimavöllur GE.
Magnús Lárusson, nýkjörinn formaður GE, mætti á golfþing GSÍ um helgina og kynnti nýjasta golfklúbbinn fyrir þinginu. Magnús sagði að markmið með stofnun klúbbsins væri fyrst og fremst til þess að efla golfíþróttina á Íslandi.
Nánar er hægt að lesa um nýja klúbbinn með því að lesa tilkynningu frá GSÍ hér.
Magnús Lárusson.