Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

GK og GR fögnuðu sigri á Íslandsmóti golfklúbba í flokki eldri kylfinga
Sigursveit GK. Mynd: Þórdís Geirsdóttir.
Sunnudagur 19. ágúst 2018 kl. 20:16

GK og GR fögnuðu sigri á Íslandsmóti golfklúbba í flokki eldri kylfinga

Golfklúbburinn Keilir og Golfklúbbur Reykjavíkur eru Íslandsmeistarar golfklúbba í flokki eldri kylfinga en Íslandsmótið fór fram um helgina.

Keppni í 1. deild kvenna fór fram á Akureyri þar sem GK fagnaði gullinu eftir sigur gegn GR í úrslitaleiknum, 3,5-1,5. Þetta er annað árið í röð sem GK verður Íslandsmeistari golfklúbba í flokki 50 ára og eldri kvenna.

Sveit GK skipuðu þær Þórdís Geirsdóttir, Anna Snædís Sigmarsdóttir, Helga Gunnarsdóttir, Hulda Soffía Hermannsdóttir, Kristín Pétursdóttir, Kristín Sigurbergsdóttir, Kristjana Aradóttir, Margrét Sigmundsdóttir og Margrét Berg Theodórsdóttir.

GKG endaði í þriðja sæti eftir sigur gegn heimakonum í GA í leik um þriðja sætið.

Í karlaflokki endaði Golfklúbbur Reykjavíkur í efsta sæti í Grindavík eftir sigur gegn Keilismönnum í úrslitaleiknum. Leikurinn var jafn og spennandi þó að lokastaðan (4-1) hafi ekki alveg gefið rétta mynd af gangi mála.

Golfklúbbur Öndverðarness endaði í þriðja sæti eftir sigur gegn GKG í leik um þriðja sætið. Það er besti árangur GÖ frá upphafi í karlaflokki 50 ára og eldri.

Úrslit allra leikja í 1. deild karla má sjá með því að smella hér.

Úrslit allra leikja í 1. deild kvenna má sjá með því að smella hér.


Sigursveit GR. Sveitina skipuðu þeir Árni Páll Hansson, Guðmundur Arason, Sigurður Pétursson, Guðjón Grétar Daníelsson, Ellert Magnason, Sigurður Hafsteinsson, Hörður Sigurðsson og Jón Haukur Guðlaugsson. Mynd: Árni Páll Hansson.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)