Glæsilegur árangur á Opna GR 80 ára unglingamótinu
Glæsileg tilþrif hjá yngstu kylfingum landsins sáust á Opna GR 80 ára unglingamótinu sem fram fór á Korpúlfsstaðavelli í gær í frábæru veðri. Mótið var haldið í tilefni 80 ára afmælis Golfklúbbs Reykjavíkur og rétt tæplega 100 kylfingar mættu til leiks.
Kylfingur.is var á svæðinu og á ljósmyndavefnum má sjá myndasyrpu frá mótinu og einnig á fésbókarsíðu kylfingur.is.
Veitt voru verðlaun fyrir 5 efstu sætin í öllum flokkum í punktakeppni og besta skor í höggleik hjá báðum kynjum. Keppendum var boðið í hamborgaraveislu í mótslok og mótið tókst það vel að miklar líkur eru á því að þetta mót verði að árlegum viðburði hjá GR.
Sigurður Arnar Garðarsson úr GKG náði frábæru skori af Gullteigum í flokki 12 ára og yngri. Hann lék á besta skorinu í höggleik eða 8 höggum undir pari 64 höggum. Hinn bráðefnilegi kylfingur er með 5 í forgjöf og þetta skor dugði ekki til þess að komast á verðlaunapall í punktakeppninni í flokki 12 ára og yngri. Þess má geta að Sigurður Arnar fékk Albatross á 11. braut sem er par 5 hola en þar setti hann um 75 metar högg beint ofaní holu í öðru höggi.
Sigurður Arnar Garðarsson lék á 64 höggum eða -8 af gullteigum á Korpunni.
Saga Traustadóttir úr GR fékk verðlaun fyrir besta skor í höggleik í kvennaflokki en hún lék á 75 höggum. Sigurður og Saga fengu glæsileg reiðhjól frá Erninum í verðlaun.
Ingvar Andri Magnússon úr GR lék á 69 höggum (Áin – Landið) af bláum teigum eða -3 og er það vallarmet.
Úrslit úr mótinu voru eftirfarandi:
Piltaflokkur 17-18 ára:
1. sæti - Gunnar Smári Þorsteinsson GR 38 punktar
2. sæti - Elís Rúnar Elíssonn GKJ 36 punktar
3. sæti - Þorvaldur Breki Böðvarsson GR 34 punktar
4. sæti - Arnór Harðarson GR 33 punktar
5. sæti - Daði Valgeir Jakobsson GBO 31 punktur
Stúlknaflokkur 17-18 ára:
1. Sæti - Karen Ósk Kristjánsdóttir GR 30 punktar
Drengjaflokkur 15-16 ára:
1. sæti - Sólon Baldvin Baldvinsson GKG 38 punktar
2. sæti - Sindri Þór Jónsson GR 37 punktar
3. sæti - Hlynur Bergsson GKG 37 punktar
4. sæti - Andri Páll Ásgeirsson GOS 36 punktar
5. sæti - Gunnar Blöndahl Guðmundsson GKG 36 punktar
Telpnaflokkur 15-16 ára:
1. sæti - Eva Karen Björnsdóttir GR 30 punktar
2. sæti - Gerður Hrönn Ragnarsdóttir 28 punktar
Strákaflokkur 14 ára og yngri:
1. sæti - Páll Birkir Reynisson GR 42 punktar
2. sæti - Ingvar Andri Magnússon GR 40 punktar
3. sæti - Birkir Orri Viðarsson GS 39 punktar
4. sæti - Hilmar Snær Örvarsson GKG 39 punktar
5. sæti - Aron Breki Aronsson GR 38 punktar
Stelpuflokkur 14 ára og yngri:
1. sæti - Alma Rún Ragnarsdóttir GKG 42 punktar
2. sæti - Sigrún Linda Baldursdóttir GKJ 32 punktar
3. sæti - Anna Júlía Ólafsdóttir GKG 24 punktar
Hnokkar 12 ára og yngri:
1. sæti - Böðvar Bragi Pálsson GR 47 punktar
2. sæti - Svein Andri Sigurpálsson GKj 46 punktar
3. sæti - Flosi Valgeir Jakobsson GKG 45 punktar
4. sæti - Jóhannes Sturluson GKG 45 punktar
5. sæti - Sigurður A. Grétarsson GKG 43 punktar
Hnátur 12 ára og yngri:
1. sæti - Hulda Clara Gestsdóttir GKG 44 punktar
2. sæti - Eva María Gestsdóttir GKG 40 punktar
3. sæti - Ásdís Valtýsdóttir GR 40 punktar
4. sæti - Andrea Birna Guðmundsdóttir GR 36 punktar
5. sæti - Katrín Lind Kristjánsdóttir GR 30 punktar
Kylfingur.is var á svæðinu og á ljósmyndavefnum má sjá myndasyrpu frá mótinu og einnig á fésbókarsíðu kylfingur.is.