Örninn #galvin
Örninn #galvin

Fréttir

Góður lokadagur hjá Guðmundi
Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
föstudaginn 31. júlí 2020 kl. 10:10

Góður lokadagur hjá Guðmundi

Guðmundur Ágúst Kristjánsson atvinnukylfingur úr GR lék vel á lokadegi Gradi Polish Open sem er hluti af Pro Golf mótaröðinni. Hann kom sér upp stigatöfluna og endaði mótið jafn í 18. sæti.

Mótið byrjaði ekki vel fyrir Guðmund en hann lék fyrsta hringinn á tveimur höggum yfir pari. Hann snéri gengi sínu aftur á móti heldur betur við og lék síðustu tvo hringina á samtals átta höggum undir pari þar sem báðir hringir voru upp á 66 högg. Í dag fékk Guðmundur sex fugla, tvo skolla og restina pör. 

Eins og áður sagði endaði hann mótið jafn í 18. sæti á samtals sex höggum undir pari.

Hérna má sjá lokastöðuna í mótinu.