Prósjoppan mottumars
Prósjoppan mottumars

Fréttir

Golfheimurinn nötrar eftir atvik helgarinnar
Patrick Reed.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
mánudaginn 1. febrúar 2021 kl. 22:03

Golfheimurinn nötrar eftir atvik helgarinnar

Það má segja að golfheimurinn hafi hálfpartinn nötrað síðasta sólarhringinn eftir að Patrick Reed fagnaði sigri á Farmers Insurance mótinu sem kláraðist í gær á PGA mótaröðinni. Reed vann þar sitt níunda mót á mótaröðinni en á laugardeginum lenti hann enn á ný í sviðsljósinu fyrir dómaramál sem margir kylfingar og fréttamenn vilja meina að sé enn eitt svindlið hjá Reed.

Árið 2019 fékk Reed dæmt á sig tvö högg í víti fyrir að bæta legu boltans og af myndböndum af því atviki að dæma virtist það vera algjörlega meðvitað. Hann hélt þó alltaf sakleysi sínu fram í því máli. Á laugardaginn lenti hann svo í því að dæma boltann sinn grafinn (e. embedded) í karganum. Nánar má lesa um málið hérna.

Xander Schauffele var spurður út í atvikið eftir mótið og sagði hann að myndi tryggja það að hann lenti ekki í svona stöðu nokkurn tímann.

„Ég myndi ekki koma sjálfum mér í þessa stöðu,“ sem endaði mótið jafn í öðru sæti. „Ef bloltinn hjá mér er grafinn þá bíð ég vanalega eftir að einhver komi og geri ekki neitt fyrr en allir eru á sömu blaðsíðu.“

„Orðið á götunnu hjá kylfinum mótaraðarinnar er ekki gott en mótaröðin stendur með honum og það er það sem skiptir máli.“

Lanto Griffin endaði mótið í sjöunda sæti og var hann öllu harðorðari í garð Reed.

„Golf er íþrótt sem byggist á heiðarleika og það er erfitt að setja það á okkur að segja eitthvað við hann af því að við vorum heldur ekki á staðnum. Ég held að 99% af kylfingunum á mótaröðinni myndu dæma sér í óhag ef það væri eitthvað óljóst.“

Að lokum hefur Brendel Chamblee tjáð sig um málið en hann hefur aldrei verið hræddur við að segja skoðun. Hann sagði einfaldlega að Reed hefði brotið allar þær óskrifuðu reglur sem eru í hávegum hafðar þegar kemur að því að umgangast golfboltann.

„Það eru óskrifaðar reglur hvað varðar umgengnum kringum boltann þinn. Hann braut þá reglur á svo marga vegu og dómararnir vissu hreinlega ekki hvað þeir gátu sagt. Ég er búinn að heyra í 15 til 20 núverandi og fyrrum kylfingum mótaraðarinnar og það er enginn af þeim sem er að verja Reed.“