GR-ingar boða lokun á völlum sínum
Golfklúbbur Reykjavíkur hefur boðað lokun á öllum golfvöllum sínum frá og með 17. október næstkomandi. Grafarholtsvöllur lokaði síðastliðinn miðvikudag og en Korpúlfsstaðavöllur og Garðavöllur á Akranesi loka formlega fram og með mánudeginum 17. október.
Það fer því hver að verða síðastur til að leika þessa skemmtilegu velli í ár og má reikna með að helstu af stóru klúbbum landsins fylgi í kjölfarið og loki völlum sínum nú þegar vetur konungur er framundan.
Grafarkotsvelli, æfingavellinum við hlið Bása, hefur einnig verið lokað. Tilvalið er þó að reyna að halda sveiflunni við með að skella sér í Bása eða fara á Litla völlinn á Korpunni sem verður opinn fyrir félagsmenn GR í allan vetur.