GR með námskeið til að skerpa á golfregluþekkingu
Golfklúbbur Reykjavíkur mun standa fyrir nokkrum námskeiðum til að skerpa á golfregluþekkingu hjá félagsmönnum sínum. Einnig verður farið yfir umgengni og hegðun á golfvelli. Sérstök námskeið verða fyrir börn og unglinga, öldunga og svo almenn námskeið.
GR hefur einnig ákveðið að bjóða hópum sem spila saman að panta námskeið og verður það að gerast með þeim fyrirvara að hægt sé að koma því við. Áhugasamir eru vinsamlega beðnir að hafa samband við Hinrik Gunnar Hilmarsson á netfangið [email protected] og þá er hægt að finna tíma sem hentar öllum. Slík námskeið standa yfir í um 1,5 – 2 klst. og er farið ítarlega yfir golfreglurnar.
Barna og unglinganámskeið
Unglinganámskeið mánudaginn 14. mars í Grafarholti kl. 16:00 – 17:00 og 17:00 – 18:00. Þessi námskeið eru ætluð yngstu félögum GR og farið verður yfir umgengni, hegðun og einföldustu golfreglur.
Unglinganámskeið mánudaginn 21. mars í Grafarholti kl. 18:00 – 19:00 og 19:00 – 20:00. Þessi námskeið eru ætluð fyrir unglinga sem eru með einhverja þekkingu á reglunum og hafa eitthvað spilað og því með lágmarksþekkingu á umgengni og hegðun á golfvellinum.
Öldunganámskeið
Öldunganámskeiðmánudaginn 28. mars í Grafarholti kl. 21:00 – 22:00. Á þessu námskeið verður farið yfir holukeppnisreglur.
Almenn námskeið
Þriðjudaginn 29. mars í Grafarholti kl. 19:00 – 21:30 Umgengni, hegðun og golfreglurnar.
Fimmtudaginn 31. mars í Grafarholti kl. 19:00 – 21:30 Umgengni, hegðun og golfreglurnar.
Þriðjudaginn 05. apríl í Grafarholti kl. 19:00 – 21:30 Umgengni, hegðun og golfreglurnar.
Fimmtudaginn 07. apríl í Grafarholti kl. 19:00 – 21:30 Umgengni, hegðun og golfreglurnar.
Þriðjudaginn 12. apríl í Grafarholti kl. 19:00 – 21:30 Umgengni, hegðun og golfreglurnar.
Fimmtudaginn 14. apríl í Grafarholti kl. 19:00 – 21:30 Umgengni, hegðun og golfreglurnar.