Örninn sumar 2024
Örninn sumar 2024

Fréttir

Guðmundur Ágúst enn í toppbaráttunni - í 2. sæti fyrir lokahringinn
Guðmundur Ágúst er í toppbarátunni fyrir lokahringinn og á möguleika á sigri. kylfingur.is/golfsupport.nl
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
laugardaginn 25. maí 2024 kl. 15:08

Guðmundur Ágúst enn í toppbaráttunni - í 2. sæti fyrir lokahringinn

Guðmundur Ágúst Kristjánsson er í öðru sæti þegar einn hringur er eftir á Danish Challenge mótinu á Áskorendamótaröðinni  en félagar hans Haraldur Franklín og Axel Bóasson eru jafnir í 28. sæti.

Guðmundur Ágúst er búinn að leika frábært og stöðugt golf, hringina þrjá á 15 undir pari og með góðum lokahring gæti hann sigrað. Hringina þrjá hefur hann leikið á 66, 67 og 68 höggum, fengið 16 fugla og aðeins þrjá skolla, einn í hverjum hring.

Örninn sumar 2024
Örninn sumar 2024

Haraldur Franklín hefur ekki náð að leika eins vel í öðrum og þriðja hring en hann byrjaði á því að leika á -6 og var í forystu eftir fyrsta hring. Hefur leikið hina tvo á einum yfir og einum undir. Axel Bóasson hefur bætt sig um tvö högg í hverjum hring, lék fyrsta á pari, næsta á -2 og þriðja hringinn á -4. Þetta er þegar orðin hans besta frammistaða á mótaröðinni.

Það verður spennandi að sjá hvernig gengur á lokahringnum.

Staðan eftir 54 holur.