golfnamskeið forsíða
golfnamskeið forsíða

Fréttir

Guðmundur Ágúst frábær á fyrsta hring
Fimmtudagur 9. febrúar 2023 kl. 09:06

Guðmundur Ágúst frábær á fyrsta hring

Guðmundur Ágúst Kristjánsson GKG lék fyrsta hringinn á Singapore Classic mótinu á DP mótaröðinni í nótt. Guðmundur hóf leik á 10. teig kl. 01:05 að íslenskum tíma og lauk leiks snemma í morgun. Með honum í ráhópi voru tveir Englendingar þeir Matthew Baldwin og Todd Clements.

Guðmundur lék frábært golf. Hann byrjaði með látum, fékk fugl á fyrstu holu. Fékk svo ólukku skramba á þeirri þriðju, en svaraði með öðrum fugli á fjórðu. Bætti tveimur fuglum til viðbótar á 8. og 9. og var tvo undir eftir fyrri 9. Á seinni 9 fékk Guðmundur svo þrjá fugla og einn skolla og lauk leik á 4 höggum undir pari og er jafn í 13. sæti. Frábær hringur og okkar maður í góðri stöðu eftir fyrsta hring.

golfnamskeið forsíða
golfnamskeið forsíða

Þetta er sjötta mótið sem Guðmundur Ágúst tekur þátt í á mótaröðinni en hann vann sér inn fullan þátttökurétt með frábærri spilamennsku á úrtökumótunum síðastliðið haust. Guðmundi hefur rétt vandað herslumuninn á að komast í gegnum niðurskurðinn á undanförnum mótum, en síðast lék hann á Al Hamra vellinum í Dubai. 

Myndirnar af Guðmundi Ágúst í Singapore tók Greg T. fyrir kylfing.is

Fylgjast má með mótinu hér