Hellishólar
Hellishólar

Fréttir

Guðmundur farinn af stað á lokahringnum
Guðmundur Ágúst Kristjánsson. Golfsupport.nl.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
sunnudaginn 13. október 2019 kl. 12:01

Guðmundur farinn af stað á lokahringnum

Guðmundur Ágúst Kristjánsson er í baráttu um sigur á Stone Irish Challenge mótinu sem er hluti af Áskorendamótaröðinni í golfi.

Í dag leikur hann fjórða og síðasta hring mótsins en hann byrjaði daginn fjórum höggum á eftir Spánverjanum Emilio Cuartero Blanco og Oscar Lengden sem eru efstir.

Guðmundur er nú búinn með tvær holur af lokahringnum og er á höggi undir pari og því einungis þremur höggum á eftir efstu mönnum.

Hægt er að fylgjast með í beinni með því að smella hér.


Skorkort Guðmundar í mótinu til þessa.