Hellishólar
Hellishólar

Fréttir

Guðmundur keppir á Írlandi
Guðmundur Ágúst Kristjánsson. Mynd: golfsupport.nl.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
þriðjudaginn 8. október 2019 kl. 20:30

Guðmundur keppir á Írlandi

Guðmundur Ágúst Kristjánsson komst inn á mót vikunnar á Áskorendamótaröðinni í golfi. Mótið ber heitið Stone Irish Challenge og fer fram hjá golfklúbbnum Headfort á Írlandi dagana 10.-13. október.

Mótið í vikunni verður sjötta mót Guðmundar á Áskorendamótaröðinni á þessu tímabili og það fimmta frá því að hann tryggði sér þátttökurétt á þessari næst sterkustu mótaröð Evrópu.

Besti árangur GR-ingsins kom í september þegar Guðmundur endaði í 13. sæti á Opna Bretagne mótinu í Frakklandi.

Fyrir mót vikunnar er Guðmundur í 139. sæti stigalistans en hann verður með þátttökurétt á mótaröðinni á næsta ári óháð stöðu á listanum í lok tímabils.

Hér verður hægt að fylgjast með í beinni.