Fréttir

Guðmundur komst örugglega áfram
Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
laugardaginn 19. september 2020 kl. 19:13

Guðmundur komst örugglega áfram

Guðmundur Ágúst Kristjánsson komst nokkuð örugglega í gegnum niðurskurðinn á Open de Portugal mótinu sem haldið er sameiginlega af Evórpumótaröð karla og Áskorendamótaröðinni. Haraldur Franklín Magnús var einnig á meðal keppenda en hann náði sér ekki á strik og kemst ekki í gegnum niðurskurðinn. Vegna veðurs hefur ítrekað þurft að fresta leik og á  eftir að klára annan hring mótsins.

Guðmundur lék fyrstu tvo hringi mótsins á samtals þremur höggum undir pari. Fyrsta hringinn lék hann á 69 höggum og annan hringinn lék hann á 72 höggum. Á þriðja hringnum hefur hann lokið við sex holur og er hann búinn að leika allar holurnar á pari.

Samtals er Guðmundur því á þremur höggum undir pari og jafn í 28. sæti. Þriðji hringurinn heldur svo áfram á morgun.

Haraldur var í fínum málum framan af en hann var á höggi undir pari eftir 11 holur. Hann gaf þó eftir á síðustu holunum og lék þær á fimm höggum yfir pari. Annan hringinn lék Haraldur því á 76 höggum eða fjórum höggum yfir pari. Hann er jafn í 104. sæti eftir daginn á samtals sex höggum yfir pari og því ljóst að hann kemst ekki í gegnum niðurskurðinn sem miðast við þá kylfing sem eru á tveimur höggum yfir pari og betur.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.