Fréttir

Guðrún Brá endaði í 8. sæti í Finnlandi
Guðrún Brá Björgvinsdóttir.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
laugardaginn 8. júní 2019 kl. 13:17

Guðrún Brá endaði í 8. sæti í Finnlandi

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, lék í dag lokahringinn á Opna finnska mótinu á LET Access mótaröðinni á þremur höggum yfir pari.

Fyrir lokahringinn var Guðrún jöfn í 2. sæti í mótinu á þremur höggum undir pari og því í kjörstöðu til að vinna sitt fyrsta mót á mótaröðinni. Guðrún lék hins vegar ekki sitt besta golf í dag, fékk fimm skolla og endaði á 3 höggum yfir pari og á parinu í mótinu.

Árangur Guðrúnar er engu að síður góður en þetta er næst besti árangur hennar á tímabilinu.

Berglind Björnsdóttir, GR, var einnig meðal keppenda í mótinu en hún endaði í 57. sæti eftir slæman lokahring sem hún lék á 85 höggum.

Nina Pegova stóð uppi sem sigurvegari í mótinu en hún lék hringina þrjá samtals á 7 höggum undir pari.

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.