Örninn #galvin
Örninn #galvin

Fréttir

Guðrún Brá hefur leik á lokastiginu á morgun
Guðrún Brá Björgvinsdóttir.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
þriðjudaginn 21. janúar 2020 kl. 08:44

Guðrún Brá hefur leik á lokastiginu á morgun

Atvinnukylfingurinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK hefur á morgun leik á lokastigi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröð kvenna. Leikið er á Real Golf La Manga svæðinu á Spáni en svæðið samastendur af tveimur völlum, Norður- og Suður-vellinum.

Guðrún Brá leikur á Norður-vellinum á morgun og hefur hún leik klukkan 9:50 að staðartíma, sem er 8:50 að íslenskum tíma. Með henni í holli eru þær Franziska Friedrich frá Þýskalandi og Inci Mehmet frá Englandi.

Mótið fer fram dagana 22.-26. janúar og eru því leiknir fimm hringir. 120 kylfingar hefja leik og berjast þeir um 20 laus sæti á Evrópumótaröð kvenna á árinu. Þetta er í þriðja skiptið sem Guðrún Brá kemst á lokastigið en henni hefur aldrei tekist að tryggja sér þátttökurétt á Evrópumótaröð kvenna og hefur því leikið á LET Access mótaröðinni undanfarin ár.

Hérna verður hægt að fylgjast með skori keppenda.