Fréttir

Guðrún Brá með frábæran lokahring
Glæsilegur endir á tímabilinu hjá Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
sunnudaginn 28. nóvember 2021 kl. 12:48

Guðrún Brá með frábæran lokahring

Guðrún Brá Björgvinsdóttir lék frábærlega á lokahring lokamóts Evrópumótaraðar kvenna í dag. Guðrún fékk þrjá fugla á hringnum og tapaði ekki höggi.

Eftir slæma byrjun á mótinu hefur Guðrún leikið frábærlega á mótinu og er þegar þetta er skrifað í 27. sæti mótsins. Hefur farið upp um 41 sæti frá fyrsta hring. Glæsilegur endir á tímabilinu hjá þessum frábæra kylfingi og gott veganesti fyrir næsta tímabil.

Margeir golfkennsla
Margeir golfkennsla

Skorkort Guðrúnar í mótinu:

Carlota Ziganda er með örugga forystu þegar nokkrar holur eru óleiknar hjá efstu konum. Hún er samtals á 14 höggum undir pari. Maja Stark og Atthaya Thitikul koma næstar á níu höggum undir pari.

Staðan í mótinu