Fréttir

Guðrún Brá náði að ljúka við 10 holur áður en leik var frestað
Guðrún Brá Björgvinsdóttir.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
fimmtudaginn 26. nóvember 2020 kl. 21:00

Guðrún Brá náði að ljúka við 10 holur áður en leik var frestað

Guðrún Brá Björgvinsdóttir náði aðeins að ljúka við 10 holur á fyrsta hring Andalucía Costa Del Sol Open mótsins sem hófst í dag á Evrópumótaröð kvenna. Sökum mikillar rigningar þurfti að fresta leik þegar hún hafði lokið leik við 10 holur.

Guðrún hóf leik eftir hádegi í dag og byrjaði hún á 10. holu. Á þeim 10 holu sem hún hafði leikið var hún búin að fá þrjá skolla og sjö pör. Skollarnir komu á holum 10, 12 og eitt. Þegar leik var frestað var Guðrún jöfn í 53. sæti og getur því hæglega komist hratt upp töfluna með góðri spilamennsku á morgun.

Um helmingur kylfinga náði þó að ljúka leik í dag og er það hin finnska Sanna Nuutinen sem er í forystu á fimm höggum undir pari. Esther Henseleit er jöfn í þriðja sæti á þremur höggum undir pari en hún náði aðeins að ljúka við 10 holur og er hún því í góðri stöðu til að færast nær efsta sætinu.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.