Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Guðrún Brá náði að ljúka við 10 holur áður en leik var frestað
Guðrún Brá Björgvinsdóttir.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
fimmtudaginn 26. nóvember 2020 kl. 21:00

Guðrún Brá náði að ljúka við 10 holur áður en leik var frestað

Guðrún Brá Björgvinsdóttir náði aðeins að ljúka við 10 holur á fyrsta hring Andalucía Costa Del Sol Open mótsins sem hófst í dag á Evrópumótaröð kvenna. Sökum mikillar rigningar þurfti að fresta leik þegar hún hafði lokið leik við 10 holur.

Guðrún hóf leik eftir hádegi í dag og byrjaði hún á 10. holu. Á þeim 10 holu sem hún hafði leikið var hún búin að fá þrjá skolla og sjö pör. Skollarnir komu á holum 10, 12 og eitt. Þegar leik var frestað var Guðrún jöfn í 53. sæti og getur því hæglega komist hratt upp töfluna með góðri spilamennsku á morgun.

Örninn 2025
Örninn 2025

Um helmingur kylfinga náði þó að ljúka leik í dag og er það hin finnska Sanna Nuutinen sem er í forystu á fimm höggum undir pari. Esther Henseleit er jöfn í þriðja sæti á þremur höggum undir pari en hún náði aðeins að ljúka við 10 holur og er hún því í góðri stöðu til að færast nær efsta sætinu.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.