Fréttir

Guðrún Brá setti nýtt vallarmet á Hólmsvelli
Guðrún Brá Björgvinsdóttir.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
mánudaginn 9. september 2019 kl. 14:00

Guðrún Brá setti nýtt vallarmet á Hólmsvelli

Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK setti nýtt og glæsilegt vallarmet á Hólmsvelli um helgina þegar Ljósanæturmót Hótel Keflavíkur & Diamond Suites fór fram hjá Golfklúbbi Suðurnesja.

Alls tóku 115 kylfingar þátt í mótinu og mátti sjá nokkur góð skor, þá sérstaklega hjá Guðrúnu Brá.

Guðrún lék á 68 höggum eða fjórum höggum undir pari þar sem hún fékk fimm fugla og einn skolla. Skollinn kom á 2. holu sem er erfið par 4 hola en fuglarnir komu á 6., 15., 16., 17. og 18. holu eins og sjá má á skorkortinu hér fyrir neðan.

Guðrún bætti vallarmet kvenna af rauðum teigum um fjögur högg en fyrra vallarmetið áttu þær Heiða Guðnadóttir og Þórdís Geirsdóttir.

Önnur úrslit mótsins voru eftirfarandi:

Höggleikur:

  1. sæti – Guðrún Brá Björgvinsdóttir, 68 högg
  2. sæti – Guðmundur Rúnar Hallgrímsson, 69 högg
  3. sæti – Þórður Ingi Jónsson, 72 högg
  4. sæti – Helgi Snær Björgvinsson, 73 högg
  5. sæti – Örn Ævar Hjartarson, 74 högg
  6. sæti – Björgvin Sigmundsson, 75 högg
  7. sæti – Guðni Vignir Sveinsson, 76 högg

Verðlaun í punktakeppni:

  1. sæti – Róbert Örn Ólafsson, 44 punktar
  2. sæti – Ólafur Ríkharð Róbertsson, 39 punktar
  3. sæti – Atli Karl Sigurbjartsson, 37 punktar
  4. sæti – Ævar Már Finnsson, 37 punktar
  5. sæti – Helgi Snær Björgvinsson, 37 punktar
  6. sæti – Bjarni Fannar Bjarnason, 37 punktar
  7. sæti – Davíð Hlíðdal Svansson, 37 punktar

Næst holu á 3. braut – Svandís Þorsteinsdóttir, 1,85 m

Næst holu á 8. braut – Davíð S, 7,79 m

Næst holu á 13. braut – Óskar Halldórsson, 6,36 m

Næst holu á 16. braut – Björgvin Sigmundsson, 1,29 m

Flestar sjöur á skorkorti – Guðrún Þorsteinsdóttir

Flestar áttur á skorkorti – Guðbjörg Brynja Guðmundsdóttir