Örninn 21 bland 1
Örninn 21 bland 1

Fréttir

Haraldur búinn með þriðja hring
Haraldur lék þriðja hringinn einn síns liðs
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
laugardaginn 24. júlí 2021 kl. 09:12

Haraldur búinn með þriðja hring

Haraldur Franklín Magnus tók daginn snemma í morgun á þriðja hring Italian Challenge mótsins á Áskorendamótaröð Evrópu.

Haraldur fór í fyrsta ráshópi og lék þar að auki einn síns liðs með ritara meðferðis. Það tók Harald aðeins um tvær klukkustundir og 45 mínútur að klára hringinn. Hann lék þriðja hringinn á höggi yfir pari og er samtals á pari eftir hringina þrjá í 61. sæti.

Skorkort Haraldar:

Staðan í mótinu

Örninn járn 21
Örninn járn 21