Örninn sumar 2024
Örninn sumar 2024

Fréttir

Haraldur í fertugasta sæti í fjallshlíðinni
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
þriðjudaginn 6. júní 2023 kl. 06:11

Haraldur í fertugasta sæti í fjallshlíðinni

Haraldur Franklín Magnús varð jafn í 40. sæti á móti í Tékklandi á Áskorendamótaröðinni sem lauk á sunnudag. Haraldur lék á tveimur höggum undir pari hringina fjóra, var undir pari á tveimur og yfir pari á öðrum tveimur. 

„Þetta var skrítinn völlur. Spilaði ekki mikið á mína styrkleika. Völlurinn var í fjallshlíð og miklir hallar allsstaðar. Hef aldrei komið á flatir sem halla svona mikið. Ég lék fínt golf og fór í gegnum niðurskurð og reyndi að spila grimmt um helgina en náði ekki að klifra mikið upp listann. Margt gott í gangi, hlakka til að keppa meira.

Örninn sumar 2024
Örninn sumar 2024

Verð í viku heima á íslandi, síðan mót í Tékklandi og  Frakklandi á Áskorendamótaröðinni,“ sagði Haraldur Franklín léttur í bragði í stuttu spjalli við kylfing.is.