Örninn sumar 2024
Örninn sumar 2024

Fréttir

Haraldur í góðri stöðu - Guðmundur komst ekki áfram
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 1. september 2023 kl. 17:03

Haraldur í góðri stöðu - Guðmundur komst ekki áfram

Haraldur Franklín Magnús er í góðum málum eftir 36 holur á móti á Áskorendamótaröðinni á Landeryds golfvellinum í Vesterby í Svíþjóð. Félagi hans, Guðmundur Ágúst náði sér ekki á strik í Sviss.

Haraldur er á fimm höggum undir pari og ofarlega í mótinu en leik var frestað vegna rigningar og er öðrum keppnishring ekki lokið.

Örninn sumar 2024
Örninn sumar 2024

„Þetta er skemmtilegur völlur en allar flatirnar eru upphækkaðar og því eru innáhöggin oft áskorun. Mitt plan er að slá sem mest inn á miðja flöt og treysta á púttin,“ sagði Haraldur í spjalli við kylfing.is.

Guðmundur Ágúst Kristjánsson var við leik á Omega mótinu í Sviss á DP Evrópumótaröðinni en komst ekki í gegnum niðurskurðinn. Hann lék á fjórum höggum yfir pari og var sjö högg frá niðurskurði.