Hellishólar
Hellishólar

Fréttir

Háskólagolfið: Arnar og félagar unnu síðasta mótið á tímabilinu
Arnar tók við bikarnum sem fyrirliði golfliðsins. Mynd: hjortur@dynamics.is
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
laugardaginn 14. mars 2020 kl. 18:30

Háskólagolfið: Arnar og félagar unnu síðasta mótið á tímabilinu

Arnar Geir Hjartarson og félagar hans í golfliði Missouri Valley College léku á Canebrake Country Club dagana 9.-10. mars.

Spilaðar voru 36 holur og mættu 80 kylfingar frá 14 liðum til leiks. Lið Arnars fagnaði sigri í mótinu á 2 höggum yfir pari í heildina og voru níu höggum á undan næsta liði.

Arnar Geir endaði sjálfur í 18. sæti í einstaklingskeppninni á 148 höggum eða 4 höggum yfir pari.


Skorkort Arnars á öðrum hringnum.

Líkt og Kylfingur greindi frá í gær hefur háskólaíþróttum verið aflýst út þetta tímabilið og var þetta því síðasta mót Arnars og félaga á þessu tímabili.

Hægt er að sjá úrslit mótsins með því að smella hér.