Prósjoppan
Prósjoppan

Fréttir

Háskólagolfið: Björn Óskar +1 í Alabama
Björn Óskar Guðjónsson. Mynd: seth@golf.is
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
miðvikudaginn 12. febrúar 2020 kl. 21:05

Háskólagolfið: Björn Óskar +1 í Alabama

Björn Óskar Guðjónsson GM var á meðal keppenda á Mobile Sports Authority mótinu sem fór fram í bandaríska háskólagolfinu dagana 10.-11. febrúar.

Björn Óskar lék sem einstaklingur í mótinu en hann endaði í 40. sæti á höggi yfir pari í heildina. Fyrsta hringinn lék Björn á 77 höggum en hann var svo á fjórum höggum undir pari næstu tvo hringi.

Annar hringur Björns Óskars var sérstaklega góður en þá kom hann inn á 69 höggum eða þremur höggum undir pari. Á heimasíðu skólans kemur fram að þetta sé í þriðja skiptið sem Björn leikur á undir 70 höggum fyrir skólann.


Skorkort Björns Óskars á öðrum hringnum.

Næsta mót hjá Birni og Louisiana Lafayette fer fram dagana 16.-17. febrúar.

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.