Prósjoppan
Prósjoppan

Fréttir

Háskólagolfið: Eva endaði í 13. sæti á Texas State Invitational
Eva Karen varð klúbbmeistari GR síðasta sumar.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
miðvikudaginn 12. febrúar 2020 kl. 20:25

Háskólagolfið: Eva endaði í 13. sæti á Texas State Invitational

Eva Karen Björnsdóttir GR og liðsfélagar hennar í ULM skólanum kepptu dagana 10.-11. febrúar á Texas State Invitational mótinu sem er hluti af bandaríska háskólagolfinu.

Eva Karen endaði sjálf í 13. sæti í einstaklingskeppninni á 11 höggum yfir pari en hún lék hringina þrjá á 76, 78 og 73 höggum.

Á heimasíðu ULM er sérstaklega rætt um góða spilamennsku Evu Karenar og Shani White sem léku best í liðinu en um var að ræða besta árangur Evu í háskólagolfinu.


Skorkort Evu á lokahringnum.

Næsta mót hjá ULM skólanum fer fram dagana 10.-11. mars þegar liðið spilar á Mary Kauth Invitational.

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.