Hellishólar
Hellishólar

Fréttir

Háskólagolfið: Vikar og Birgir léku vel á Murray State Invitational
Birgir Björn Magnússon.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
miðvikudaginn 11. september 2019 kl. 09:45

Háskólagolfið: Vikar og Birgir léku vel á Murray State Invitational

Vikar Jónasson GK og Birgir Björn Magnússon GK léku gott golf á Murray State Invitational mótinu sem fór fram í bandaríska háskólagolfinu dagana 8.-10. september. Vikar og Birgir komust ekki í aðallið Southern Illinois í mótinu en voru með sem einstaklingar. 

Samtals lék Birgir á tveimur höggum yfir pari í mótinu (67, 72, 76) og endaði í 17. sæti í einstaklingskeppninni. Birgir lék sérstaklega vel á fyrsta hringnum þegar hann kom inn á 4 höggum undir pari eða 67 höggum. Vikar lék í heildina fimm höggum verr (74, 74, 72) og endaði í 36. sæti í einstaklingskeppninni.

Næsta mót hjá Southern Illinois skólanum fer fram dagana 23.-24. september.

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.