Prósjoppan mottumars
Prósjoppan mottumars

Fréttir

Heimslisti karla: Schauffele aldrei verið ofar | Casey fimmti efsti Evrópubúinn
Paul Casey.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
mánudaginn 1. febrúar 2021 kl. 22:30

Heimslisti karla: Schauffele aldrei verið ofar | Casey fimmti efsti Evrópubúinn

Heimslisti karla hefur verið uppfærður eftir mót helgarinnar. Dustin Johnson heldur efsta sætinu en hann var ekki á meðal keppenda. Hann hefur nú verið í efsta sætinu samfleytt í 24 vikur og samtals í 115 vikur. Johnson verður á meðal keppenda á Saudi International mótinu á Evrópumótaröðinni sem hefst á fimmtudaginn og getur hann þá bætt stöðu sína í efsta sætinu.

Xander Schauffele er kominn í fjórða sætið eftir að hafa endaði jafn í öðru sæti á Farmers Insurance mótinu og hefur hann aldrei verið ofar á heimlistanum.

Patrick Reed fagnaði sigri á Farmers Insurance mótinu og er hann aftur kominn á meðal 10 efstu. Hann fór úr 11. sætinu í það 10. en hann hefur hæst komist í sjötta sætið.

Paul Casey vann Omega Dubai Desert Classic mótið örugglega á Evrópumótaröðinni og er hann nú kominn í 16. sætið eftir að hafa verið í 27. sætinu fyrir helgi. Hann er fimmti hæsti Evrópubúinn á listanum en stigasöfnun fyrir Ryder Bikarinn hófst nú fyrir skömmu.

Staða fimm efstu mann má sjá hér að neðan en listann í heild sinni má nálgast hérna.

Núverandi sæti Sæti fyrir helgi Nafn Meðalfjöldi stiga
1 1 Dustin Johnson 11,9685
2 2 Jon Rahm 9,3664
3 3 Justin Thomas 9,0255
4 6 Xander Schauffele 7,1598
5 4 Collin Morikawa 6,9953


Xander Schauffele