Örninn/kerrur
Örninn/kerrur

Fréttir

Heimslisti karla: Fleetwood á meðal 10 efstu að nýju
Tommy Fleetwood.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
þriðjudaginn 19. nóvember 2019 kl. 16:00

Heimslisti karla: Fleetwood á meðal 10 efstu að nýju

Heimslisti karla hefur verið uppfærður eftir mót helgarinnar og Brooke Koepka sem fyrr í efsta sætinu. Hann hefur nú verið í efsta sætinu samfleytt í 27 vikur og samtals hefur hann verið þar í 36 vikur.

Forysta hans hefur þó minnkað undanfarnar vikur og Rory McIlroy nú aðeins rúmlega 1,2 stigum á eftir Koepka. Með góðum árangri um helgina á DP World Tour Championship mótinu getur McIlroy minnkað þann mun enn frekar.

Tommy Fleetwood hefur verið einn af bestu kylfingum heims um nokkurra ára skeið. Þrátt fyrir það hafði hann ekki unnið mót í tæp tvör ár áður en að hann fagnaði sigri á sunnudaginn á Nedbang Golf Challenge mótinu. Eftir sigurinn er Fleetwood kominn í 10. sætið en fyrir helgi var hnan í 18. sætinu. Hæst hefur Fleetwood komist í 9. sæti heimslistans.

Listann í heild sinni má sjá hérna.

Tengdar fréttir:

Ótrúleg uppsveifla Brendon Todd síðustu vikur og mánuði