Fréttir

Heimslisti karla: Koepka á toppnum í 35 vikur
Brooks Koepka
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
mánudaginn 13. janúar 2020 kl. 08:00

Heimslisti karla: Koepka á toppnum í 35 vikur

Nýr heimslisti karla var birtur í gær og eru engar breytingar á efstu 10 kylfingunum. Brooks Koepka situr enn í efsta sætinu og hefur nú verið þar í 35 vikur samfleytt. Það er svo Rory McIlroy sem er í 2. sæti og Jon Rahm í því 3. 

Samtals hefur Koepka verið í efsta sætinu í 44 vikur og er hann nú jafn Nick Price í 10. sæti yfir þá kylfinga sem hefa verið lengst í efsta sætinu.

Cameron Smith, sem sigraði á PGA móti helgarinnar, fer upp um 23 sæti milli vikna og er nú kominn í 31. sæti listans. Branden Grace er sigurvegari helgarinnar á Evrópumótaröð karla og hann fer upp um 56 sæti á listanum. Grace situr nú í 73. sæti listans. Það var svo Wade Ormsby sem stóð uppi sem sigurvegari á Hong Kong Open mótinu sem átti upphaflega að vera hluti af Evrópumótaröðinni en endaði á að vera aðeins hluti af Asíumótaröðinni. Ormsby fer upp um 84 sæti og situr nú í 144. sæti heimslistans.

Hér má sjá listann í heild sinni.