Prósjoppan mottumars
Prósjoppan mottumars

Fréttir

Heimslisti karla: Spieth nálgast aftur topp 50
Jordan Spieth
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
þriðjudaginn 16. febrúar 2021 kl. 11:30

Heimslisti karla: Spieth nálgast aftur topp 50

Nýr heimslisti karla var birtur á sunnudag eftir að AT&T Pebble Beach Pro-Am mótinu á PGA mótaröðinni lauk. Litlar breytingar eru á meðal efstu 10 kylfinganna en Patrick Cantlay hoppar upp í 8. sæti úr því 11. eftir góðan árangur um helgina en hann endaði í 3. sæti. Dustin Johnson situr sem fastast í efsta sætinu og hefur nú setið það í 117 vikur samfleytt.

Daniel Berger, sem stóð uppi sem sigurvegari um helgina, fer upp um tvö sæti á heimslistanum milli vikna og situr nú í 13. sæti. Jordan Spieth heldur áfram að klífa listann eftir að hafa átt góðu gengi að fagna á síðustu tveimur mótum. Hann situr nú í 62. sæti listans og hefur því farið upp um 30 sæti á síðustu tveimur vikum. 

Hér má sjá stöðuna á efstu 10 kylfingunum:

Hér má sjá listann í heild sinni.