Heimsmótið með breyttu sniði í Ástralíu
Heimsmótið með breyttu sniði í Ástralíu
Heimsmótið í liðakeppin í karlaflokki hefst í Melbourne í Ástralíu í þessari viku og er keppnisfyrirkomulagið með öðrum hætti en áður. Keppt verður í höggleik og samanlagður árangur kylfinga ræður úrslitum. Áður fyrr var betra skor á hverri holu sem taldi í liðakeppninni en mótshaldarar eru að reyna að líkja eftir því keppnisfyrirkomulagi sem tekið verður upp á ÓL í Rio de Janeiro í Brasilíu árið 2016. En þar verður reyndar aðeins einstaklingskeppni.
Keppt verður á Royal Melbourne vellinum þar sem að Adam Scott fagnaði sigri á sunnudaginn á ástralska Mastersmótinu.
Þeir sem eru með keppnisrétt á heimsmeistaramótinu í Ástralíu eru 15 efstu á heimslistanum að hámarki fjórir frá einni þjóð. Alls eru 60 keppendur og sumir taka bara þátt í einstaklingskeppninni þar sem að hátt verðlaunafé er í boði.
Matt Kuchar og Kevin Streelman keppa fyrir Bandaríkin en Kuchar sigraði á þessu móti ásamt Gary Woodland fyrir tveimur árum þegar keppnin fór fram í Kína.
Adam Scott og Jason Day leika fyrir Ástralíu en sá síðarnefndi missti átta ættingja í fellibylnum sem gekk fyrir Filipseyjar nýverið. Scott hefur verið í miklu stuði undanfarnar vikur og sigrað á tveimur stórmótum í röð á áströlsku mótaröðinni.
Alls eru tuttu og fimm lið sem keppa, þar má nefna Francesco Molinari og Matteo Manassero frá Ítalíu, Graeme McDowell og Shane Lowry sem keppa fyrir sameinað lið Norður-Íra og Íra.
Vijay Singh frá Fijí keppir bara í einstaklingskeppninni en hann endaði í þriðja sæti á ástralska Mastersmótinu sem lauk á þessum velli s.l. sunnudag. Hann er einn af 15 kylfingum sem eru ekki með liðsfélaga á þessu móti. Fyrir sigurinn í einstaklingskeppninni fær sigurvegarinn um 150 milljónir kr í sinn hlut og í liðakeppninni skiptir sigurliðið á milli sín um 70 milljónum kr.
Liðin eru þanni skipuð, í sviganum er staða þeirra á heimslistanum:
Argentina: Angel Cabrera (53) & Emiliano Grillo (246)
Ástralía: Adam Scott (2) & Jason Day (16)
Austurríki: Bernd Wiesberger (60)
Bangladesh: Mohd Rahman (290)
Belgía: Nicolas Colsaerts (51)
Brasilía: Adilson da Silva (227)
Kanada: Brad Fritsch (344) & David Hearn (127)
Síle: Felipe Aguilar (139) & Mark Tullo (347)
Kína: WC Liang (162) & Wu A-shun (245)
Danmörk: Thorbjorn Olesen (49) & Thomas Bjorn (46)
England: Chris Wood (67) & David Lynn (52)
Fijí: Vijay Singh (181)
Finnland: Mikko Korhonen (308) & Roope Kakko (324)
Frakkland: Victor Dubuisson (103) & Gregory Bourdy (121)
Þýskaland: Marcel Siem (75) & Maximilian Kieffer (292)
Indland: Anirban Lahiri (191) & Gaganjeet Bhullar (150)
Írland: Graeme McDowell (11) & Shane Lowry (84)
Ítalía: Francesco Molinari (47) & Matteo Manassero (31)
Japan: Hideto Tanihara (174) & Ryo Ishikawa (146)
Mexíkó: Jose de Jesu Rodriguez (394)
Holland: Joost Luiten (55) & Robert-Jan Derksen (332)
Nýja-Sjáland: Mike Hendry (196) & Tim Wilkinson (317)
Noregur: Espen Kofstad (293)
Filipseyjar: Angelo Que (276) & Tony Lascuna (366)
Portúgal: Philippe Lima (264) & Ricardo Santos (192)
Skotland: Martin Laird (59) & Stephen Gallacher (63)
Suður-Afríka: Branden Grace (36) & Richard Sterne (38)
Suður-Kórea: K.J. Choi (113) & Sang-Moon Bae (110)
Spánn: Miguel A. Jimenez (45) & Rafael Cabrera Bello (108)
Svíþjóð: Jonas Blixt (35) & Peter Hanson (39)
Tæland: Kiradech Aphibarnrat (86) & Thongchai Jaidee (58)
Bandaríkin: Matt Kuchar (8) & Kevin Streelman (37)
Wales; Jamie Donaldson (43) & Stuart Manley (365)
Zimbabwe; Brendon de Jonge (62)