Nettó - Samkaup
Nettó - Samkaup

Fréttir

Henley með þriggja högga forskot á Sony Open
Russell Henley sigraði á mótinu árið 2013 og er nú í forystu þegar mótið er hálfnað.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
laugardaginn 15. janúar 2022 kl. 11:00

Henley með þriggja högga forskot á Sony Open

Russell Henley lék best allra á öðrum hring Sony Open mótsins í gær. Henley lék hringinn á 63 höggum og fór úr 3. sæti upp í það efsta. Henley hefur nú þriggja högga forskot á toppnum þegar mótið er hálfnað.

Hringurinn fór fremur rólega af stað hjá Henley sem var á einu höggi undir pari eftir 12 holur en þá setti hann í gírinn og lék síðustu sex holurnar á sex höggum undir pari.

GKG sumarhermar
GKG sumarhermar

Kevin Na sem á titil að verja og var í forystu eftir fyrsta hringinn lék illa í gær og kom í hús á höggi yfir pari og féll niður í 16. sæti. Jim Furyk sem einnig átti frábæran fyrsta lék heldur ekki vel í gær og kom í hús á tveimur höggum yfir pari.

Kínverjinn Hatong Li sem hefur átt mjög erfitt uppdráttar á golfvellinum síðustu mánuði er í öðru sæti á 12 höggum undir pari. Li sem var á meðal 50 efstu á heimslistanum hefur fallið alla leið niður í 463. sæti listans. Vonandi nær hann að nálgast sitt fyrra form.

Matt Kuchar annar kylfingur sem ekki hefur náð að sína sitt rétta andlit í talsverðan tíma situr í þriðja sætinu á 11 höggum undir pari. Kuchar var lengi stöðugasti kylfingur mótaraðarinnar hefur fallið alla leið niður í 100. sæti heimslistans.

Michael Thompson situr svo einn í 4. sæti á 10 höggum undir pari en 11 kylfingar eru jafnir í 5. sæti á 9 höggum undir. Á meðal þeirra er Stewart Cink sem hefur nú náð þeim einstaka árangri að leika 30 hringi í röð á pari eða betur í þessu móti.

Staðan í mótinu