Prósjoppan
Prósjoppan

Fréttir

Hero World Challenge mótinu aflýst
Tiger Woods.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
þriðjudaginn 20. október 2020 kl. 09:21

Hero World Challenge mótinu aflýst

Hið árlega Hero World Challenge mót sem Tiger Woods heldur á Bahama eyjum fer ekki fram í ár vegna Covid-19.

Mótið, sem átti að byrja þann 3. desember, er boðsmót fyrir 18 af þekktustu kylfingum heims.

„Ákvörðunin var tekin með heilsu og vellíðan allra í tengslum við mótið í huga sem og samfélagið í Albany í heild sinni. Við hlökkum til að bjóða 18 af bestu kylfingum heims velkomna til Albany á Bahama-eyjum á næsta ári,“ segir í tilkynningu frá mótshöldurum.

Henrik Stenson þarf því að bíða í ár í viðbót til að verja titil sinn en auk hans hafa kylfingar á borð við Bubba Watson, Rickie Fowler og Jordan Spieth unnið mótið.


Stenson sigraði á mótinu í fyrra.