Fréttir

Hvað myndu bestu kylfingar heims skora á heimavellinum þínum?
Bubba Watson tók þátt í skemmtilegri tilraun Golf Digest
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
miðvikudaginn 21. júlí 2021 kl. 16:12

Hvað myndu bestu kylfingar heims skora á heimavellinum þínum?

Undirritaður hefur oft velt því fyrir sér hvað myndi gerast ef einn af bestu kylfingum heims myndi leika íslenska golfvelli af klúbbteigum.

Golf Digest fékk Bubba Watson til að leika hefðbundinn almenningsvöll í Scottsdale Arizona með það fyrir augum að svara spurningunni hér að ofan.

Margeir golfkennsla
Margeir golfkennsla

Völlur Starfire golfklúbbsins er um 5.600 metrar að lengd sem er heldur lengra en flestir vellir á Íslandi af klúbbteigum. Íslensku vellirnir eru flestir á bilinu 5.200 til 5.400 metrar, um kílómetra styttri en venjulegur völlur á PGA mótaröðinni.

Á móti kemur að flatir almenningsvallarins eru ekki eins góðar, sandurinn í glompunum ekki eins fullkominn og svæðin í kringum flatirnar ekki eins þægileg til að vippa frá. Spennandi tilraun.

Í stuttu máli lék Bubba Watson völlinn á 62 höggum í fyrsta skipti sem hann prófaði hann og pútterinn var kaldur. Jafnaði vallarmetið en fékk það ekki gilt þar sem ekki var um mót að ræða og hann fékk gefin eitt eða tvö stutt pútt.

Umfjöllun Golf Digest