Hvaða vellir eru opnir inn á sumarflatir?
Nú þegar styttist í golfsumarið bíða margir kylfingar spenntir eftir fregnum af opnun golfvalla á landinu.
Golfsamband Íslands hefur undanfarnar vikur tekið saman lista yfir opnunartíma allra golfvalla landsins og má þar sjá hvaða vellir eru opnir inn á sumarflatir og hvenær stefnt er á opnun þeirra.
Þó nokkrir golfvellir hafa nú þegar opnað inn á sumarflatir en það eru meðal annars Hólmsvöllur, Þorlákshafnarvöllur, Strandarvöllur, Kirkjubólsvöllur og Þverárvöllur en búast má við því að margt muni breytast á næstu vikum.
Með því að smella hér er hægt að sjá stöðuna.