Fréttir

Ísland lenti í 16. sæti á EM kvenna 50+
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
sunnudaginn 4. september 2022 kl. 13:14

Ísland lenti í 16. sæti á EM kvenna 50+

Ísland lenti í 16. sæti af nítján þjóðum á EM kvenna 50+ sem fram fór á Arboretrum golfvellinum í Slóveníu og lauk í gær.

Íslensku konurnar enduðu í 16. sæti í höggleiknum og töpuðu síðan öllu þremur viðureignum sínum í B-riðli, gegn Tékkum, Ítalíu, Hollendingum og Tékkum. Sextánda sætið af 19 þjóðum var síðan niðurstaðan eftir holukeppnina í riðlunum. 

Margeir golfferð
Margeir golfferð

Þórdís Geirsdóttir lék best í höggleiknum á 90 og 84 (+32). Ragnheiður Sigurðardóttir var næst á +35. 

Kristín Sigurbergsdóttir 97 – 92
Anna Snædís Sigmarsdóttir 90 – 88
María Málfríður Guðnadóttir 96 – 91
Ragnheiður Sigurðardóttir 92 – 85
Steinunn Sæmundsdóttir 95 – 89
Þórdís Geirsdóttir 90-84