Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Íslandsmeistarinn með lægstu forgjöfina í þriðja stigamóti ársins
Bjarki Pétursson.
Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
fimmtudaginn 3. júní 2021 kl. 22:21

Íslandsmeistarinn með lægstu forgjöfina í þriðja stigamóti ársins

Leirumótið, þriðja stigamót ársins á GSÍ mótaröðinni, hefst á morgun á Hólmsvelli hjá Golfklúbbi Suðurnesja. Íslandsmeistari síðasta árs í karlaflokki, Bjarki Pétursson, mætir til leiks en hann var ekki á meðal keppenda í fyrstu tveimur mótunum.

114 kylfingar eru skráðir til leiks, þar af eru 21 kona og 93 karlar. Af öllum þátttakendum er Bjarki fogjafarlægstu með +4,1. Hann er einn af 40 keppendum sem eru með plús forgjöf.

Örninn 2025
Örninn 2025

Hjá kvennmönnunum er það svo Heiðrún Anna Hlynsdóttir sem er með lægstu forgjöfina en hún er með +1,4.

Hér er listi yfir 5 fogjafarlægstu karlkylfingana:

1. Bjarki Pétursson - +4,1
2. Axel Bóasson - +3,7
3. Aron Snær Júlíusson - +3,6
4. Sverrir Haraldsson - +3,3
5. Hlynur Bergsson - +3,1

Hér er listi yfir 5 fogjafarlægstu kvennkylfingana:

1. Heiðrún Anna Hlynsdóttir - +1,4
2. Saga Traustadóttir - +0,8
3. Andrea Ýr Ásmundsdóttir - +0,2
4. Eva Karen Björnsdóttir - 0,2
5. Arna Rún Kristjánsdóttir - 1,6

Hérna verður hægt að fylgjast með skori keppenda í beinni.


Heiðrún Anna Hlynsdóttir.