Örninn 21 bland 1
Örninn 21 bland 1

Fréttir

Íslandsmeistarinn með lægstu forgjöfina í þriðja stigamóti ársins
Bjarki Pétursson.
Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
fimmtudaginn 3. júní 2021 kl. 22:21

Íslandsmeistarinn með lægstu forgjöfina í þriðja stigamóti ársins

Leirumótið, þriðja stigamót ársins á GSÍ mótaröðinni, hefst á morgun á Hólmsvelli hjá Golfklúbbi Suðurnesja. Íslandsmeistari síðasta árs í karlaflokki, Bjarki Pétursson, mætir til leiks en hann var ekki á meðal keppenda í fyrstu tveimur mótunum.

114 kylfingar eru skráðir til leiks, þar af eru 21 kona og 93 karlar. Af öllum þátttakendum er Bjarki fogjafarlægstu með +4,1. Hann er einn af 40 keppendum sem eru með plús forgjöf.

kylfingur.is
kylfingur.is

Hjá kvennmönnunum er það svo Heiðrún Anna Hlynsdóttir sem er með lægstu forgjöfina en hún er með +1,4.

Hér er listi yfir 5 fogjafarlægstu karlkylfingana:

1. Bjarki Pétursson - +4,1
2. Axel Bóasson - +3,7
3. Aron Snær Júlíusson - +3,6
4. Sverrir Haraldsson - +3,3
5. Hlynur Bergsson - +3,1

Hér er listi yfir 5 fogjafarlægstu kvennkylfingana:

1. Heiðrún Anna Hlynsdóttir - +1,4
2. Saga Traustadóttir - +0,8
3. Andrea Ýr Ásmundsdóttir - +0,2
4. Eva Karen Björnsdóttir - 0,2
5. Arna Rún Kristjánsdóttir - 1,6

Hérna verður hægt að fylgjast með skori keppenda í beinni.


Heiðrún Anna Hlynsdóttir.

Örninn járn 21
Örninn járn 21