Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Jason Day áfram efstur á BMW Championship
Day var ekki alveg jafn heitur af teig og vanalega
Laugardagur 19. september 2015 kl. 21:42

Jason Day áfram efstur á BMW Championship

Það hægðist töluvert á Jason Day í dag. Kappinn spilaði einungis á -2 höggum undir pari sem er einungis slæmt miðað við frábæra byrjun hjá honum. Hann heldur ennþá forystunni að sjálfsögðu á 20 höggum undir pari og er með 6 högga forystu á næstu menn.

Það er Scott Piercy og Daniel Berger sem deila öðru sætinu á 14 höggum undir pari. Rory McIlroy kemur svo í fjórða sæti á 13 höggum undir pari en hann hefði getað skorað mikið betur í dag. Hann sló gríðarlega vel og frábært að sjá hversu vel hann er að jafna sig á meiðslunum sínum. Hópurinn er svo mjög þéttur frá fjórða sætinu og í raun er það einungis Day sem hefur tekist að slíta sig frá.

Örninn 2025
Örninn 2025

Samkvæmt Rickie Fowler, sem spilaði besta hring dagsins og er á 12 höggum undir pari, er lítið sem keppinautar Day sem geta gert. „Ef hann heldur áfram að spila vel þá er lítið sem við getum gert. Hann þarf að hjálpa okkur, koma svolítið til baka og þá eigum við kannski smá möguleika“ sagði hinn litríki Fowler eftir hringinn sinn í dag.

Staðan