Jóhann Lea vann sinn fyrsta sigur á mótaröðinni
Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, Golfklúbbi Reykjavíkur sigraði á Leirumótinu sem lauk á Hvítasunnudag. Hún fékk harða keppni frá Ragnhildi Kristinsdóttur sem var höggi á eftir.
Jóhanna leiddi með tveimur höggum fyrir lokahringinn og tryggði sér sigur með jafnri spilamennsku en hún lék þriðja hringinn á 2 yfir pari, fékk tvo skolla og sextán pör. Ragnhildur sótti að henni og lék lokahringinn á pari. Jóhanna Lea varð að para lokaholuna því Ragnhildur fékk fugl á síðstu brautina. Jóhönnu urðu ekki á nein mistök og var öryggið uppmálað.
„Ég lék jafnt og gott golf í dag og gerði fá mistök, hitti flestar brautir og flatir. Ég vissi ekki að munurinn var bara eitt högg þegar ég kom á síðustu holuna í lokahringnum en grunaði þó Röggu um að hafa spilað vel. Ég sá það á göngulaginu hjá henni,“ sagði Jóhanna Lea ánægð með fyrsta sigurinn.
Jóhanna Lea á 6. teig á Hólmsvelli. Kylfingur.is/pket.