Fréttir

Johnson búinn að jafna árangur Player á PGA mótaröðinni
Dustin Johnson.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
mánudaginn 16. nóvember 2020 kl. 07:48

Johnson búinn að jafna árangur Player á PGA mótaröðinni

Bandaríkjamaðurinn Dustin Johnson sigraði á þriðja og síðasta risamóti ársins í karlaflokki þegar Masters mótið fór fram á Augusta National vellinum um helgina. Johnson spilaði mótið á 20 höggum undir pari sem er nýtt mótsmet en fyrra metið áttu þeir Tiger Woods og Jordan Spieth sem báðir höfðu leikið á 18 höggum undir pari.

Johnson er nú kominn með 2 sigra á risamóti en þá er hann einnig kominn með 24 sigra á PGA mótaröðinni. Hann er því búinn að jafna árangur Gary Player sem sigraði einnig á 24 mótum á PGA mótaröðinni á sínum tíma. Player vann þó 9 risamót og er ólíklegt að Johnson jafni þann árangur.

Af þeim kylfingum sem eru enn að spila á mótaröðinni eru það einungis þeir Phil Mickelson (44) og Tiger Woods (82) sem hafa unnið oftar.

Hér má sjá lista af sigursælustu kylfingum allra tíma á PGA mótaröðinni. Dustin Johnson situr þar jafn í 26. sæti með sína 24 titla.

Listi af sigrum Johnson á PGA mótaröðinni:

2008: Turning Stone Resort Championship
2009: AT&T Pebble Beach National Pro-AM
2010: AT&T Pebble Beach National Pro-AM
2010: BMW Championship
2011: Barclays
2012: FedEx St Jude Classic
2013: Hyundai Tournament of Champions
2013: HSBC Heimsmótið
2015: Cadillac Heimsmótið
2016: Opna bandaríska
2016: Bridgestone Heimsmótið
2016: BMW Championship
2017: Genesis Open
2017: Heimsmótið í Mexíkó
2017: Heimsmótið í holukeppni
2017: Northern Trust
2018: Sentry Tournament of Champions
2018: FedEx St Jude Classic
2018: RBC Canadian Open
2019: Heimsmótið í Mexíkó
2020: Travelers Championship
2020: The Northern Trust
2020: TOUR Championship
2020: Masters Tournament