Örninn #galvin 2
Örninn #galvin 2

Fréttir

Karlarnir höfðu betur gegn Tékkum
Kristófer Karl Karlsson, Hákon Örn Magnússon, Aron Snær Júlíusson og Dagbjartur Sigurbrandsson.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
föstudaginn 11. september 2020 kl. 17:52

Karlarnir höfðu betur gegn Tékkum

Íslenska karlalandsliðið í golfi sigraði í dag gegn landsliði Tékka á Evrópumóti áhugakylfinga sem fer fram í Hollandi.

Leikurinn fór 2-1 þar sem allir leikir voru spennandi. Fjórmenningurinn, þar sem þeir Dagbjartur og Hákon Örn spiluðu, fór alla leið á 18. holu og höfðu okkar menn betur þar 1/0.

Kristófer Karl átti svo þrjár holur þegar þrjár holur voru eftir en kláraði ekki leikinn fyrr en á 18. holu, einnig 1/0.

Lokaleikur Arons Snæs fór svo á 17. holu þar sem tékkinn Matyas Zapletal hafði betur, 2/1.

Íslenska liðið leikur í B-riðli á Evróumótinu eftir að hafa endað í 9. sæti í höggleiknum á miðvikudaginn. Á morgun leikur það gegn Belgum og getur með sigri endað í 9. sæti í mótinu.

Hér er hægt að sjá úrslit allra leikja.

Íslenska landsliðið er þannig skipað: Kristófer Karl Karlsson, Hákon Örn Magnússon, Aron Snær Júlíusson og Dagbjartur Sigurbrandsson.