Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Karlarnir höfðu betur gegn Tékkum
Kristófer Karl Karlsson, Hákon Örn Magnússon, Aron Snær Júlíusson og Dagbjartur Sigurbrandsson.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
föstudaginn 11. september 2020 kl. 17:52

Karlarnir höfðu betur gegn Tékkum

Íslenska karlalandsliðið í golfi sigraði í dag gegn landsliði Tékka á Evrópumóti áhugakylfinga sem fer fram í Hollandi.

Leikurinn fór 2-1 þar sem allir leikir voru spennandi. Fjórmenningurinn, þar sem þeir Dagbjartur og Hákon Örn spiluðu, fór alla leið á 18. holu og höfðu okkar menn betur þar 1/0.

Örninn 2025
Örninn 2025

Kristófer Karl átti svo þrjár holur þegar þrjár holur voru eftir en kláraði ekki leikinn fyrr en á 18. holu, einnig 1/0.

Lokaleikur Arons Snæs fór svo á 17. holu þar sem tékkinn Matyas Zapletal hafði betur, 2/1.

Íslenska liðið leikur í B-riðli á Evróumótinu eftir að hafa endað í 9. sæti í höggleiknum á miðvikudaginn. Á morgun leikur það gegn Belgum og getur með sigri endað í 9. sæti í mótinu.

Hér er hægt að sjá úrslit allra leikja.

Íslenska landsliðið er þannig skipað: Kristófer Karl Karlsson, Hákon Örn Magnússon, Aron Snær Júlíusson og Dagbjartur Sigurbrandsson.