Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Keilir í 19. sæti eftir fyrsta hringinn á EM
Helgi Snær, Henning Darri og Benedikt. Mynd: Karl Ómar.
Fimmtudagur 25. október 2018 kl. 18:09

Keilir í 19. sæti eftir fyrsta hringinn á EM

Benedikt Sveinsson, Helgi Snær Björgvinsson og Henning Darri Þórðarson hófu í dag leik fyrir hönd Golfklúbbsins Keilis á EM klúbbaliða sem fer fram dagana 25.-27. október í Frakklandi.

Helgi Snær lék best í liðinu á fyrsta deginum en hann spilaði á 75 höggum (+4) og er jafn í 39. sæti í einstaklingskeppninni. Benedikt lék á 77 höggum (+6) og er jafn í 52. sæti. Skor Hennings taldi ekki en hann lék á 79 höggum (+8).

Örninn 2025
Örninn 2025


Skorkort strákanna.

Castle Royle klúbburinn frá Englandi er í forystu á 7 höggum undir pari. Keilismennirnir eru í 19. sæti á 10 höggum yfir pari.

Leikið er á Chateaux golfvellinum í Frakklandi. Leiknir eru þrír hringir mótinu og er leikfyrirkomulag mótsins höggleikur. 

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
[email protected]