Fréttir

Ko heldur forystunni í New Jersey
Nelly Korda þarf á frábærum hring að halda í kvöld til að eiga möguleika á sigri.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
sunnudaginn 10. október 2021 kl. 08:45

Ko heldur forystunni í New Jersey

Lokahringur Cognizant Founders Cup er fram undan í kvöld í New Jersey.

Jin Young Ko tók forystuna strax á fyrsta degi og hefur ekki látið hana af hendi síðan. Ko er á 13 höggum undir pari og hefur fjögur högg í forskot á næstu kylfinga.

Jafnar í öðru sæti eru Elizabeth Szokol, Yuka Saso, Lindsey Weaver og Se Yeon Ryu á 9 höggum undir pari.

Efsta kona heimslistans Nelly Korda er svo á meðal kylfinga sem koma næstar þar á eftir á 7 höggum undir pari.

Staðan í mótinu