Örninn/kerrur
Örninn/kerrur

Fréttir

Komnir með þátttökurétt fyrir lokaúrtökumótið
Aron Snær Júlíusson. Mynd: seth@golf.is
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
fimmtudaginn 10. október 2019 kl. 10:00

Komnir með þátttökurétt fyrir lokaúrtökumótið

Þeir Bjarki Pétursson, Aron Snær Júlíusson og Rúnar Arnórsson hófu í dag leik á lokaúrtökumóti fyrir Nordic Golf mótaröðina sem er haldið í Danmörku hjá Romo golfklúbbnum.

Leikið er dagana 10.-11. október í mótinu og er ljóst fyrir mótið að íslensku strákarnir verða allir með takmarkaðan þátttökurétt á mótaröðinni á næsta ári óháð frammistöðu í mótinu. Þar með hafa þeir að litlu að tapa en með góðum árangri í mótinu geta þeir komið sér inn í betri flokk á mótaröðinni og fá þannig boð í fleiri mót á næsta ári.

Fari svo að strákarnir endi í 51. sæti eða neðar verða þeir í flokki 12 á komandi tímabili og þýðir það að þeir fái boð í nokkur mót samkvæmt heimildum Kylfings. Með því að enda í sætum 26-50 komast þeir í flokk 9 og því fylgir boð í flest mót. Að lokum, ef strákarnir enda í topp-25, þá fara þeir í flokk 7 þar sem þeir geta gert ráð fyrir því að komast inn í öll mót.

Fyrstu keppendur í mótinu eru nú búnir með 9 holur. Rúnar er á höggi undir pari eftir 9 og jafn í 6. sæti og Bjarki er á parinu eftir 9 og jafn í 8. sæti. Aron Snær er farinn af stað en enn á eftir að uppfæra skorkortið hans.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.