Fréttir

Konurnar töpuðu gegn Ítalíu
Frá vinstri: Heiðrún, Saga, Andrea og Hulda.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
föstudaginn 11. september 2020 kl. 17:45

Konurnar töpuðu gegn Ítalíu

Þriðji keppnisdagur Evrópumóts áhugakylfinga í kvennaflokki fór fram í dag í Svíþjóð. Íslenska landsliðið var þar í eldlínunni en liðið mætti liði Ítala.

Leikur dagsins varð ekki spennandi en lið Ítalíu lék vel í öllum þremur leikjunum og fagnaði að lokum 3-0 sigri. Þetta er annar leikur íslenska liðsins í riðlakeppninni en á fimmtudaginn tapaði liðið naumlega gegn Sviss.

Á morgun leika konurnar lokaleikinn á Evrópumótinu en þá mæta þær spænska liðinu um 7. sætið.

Hér er hægt að sjá úrslit allra leikja í mótinu.

Kvennalandslið Íslands er þannig skipað: Heiðrún Anna Hlynsdóttir, Andrea Bergsdóttir, Saga Traustadóttir og Hulda Clara Gestsdóttir.