Örninn 2021 #2
Örninn 2021 #2

Fréttir

Kristófer fékk Albatross í Leirunni
Fimmtudagur 10. júní 2021 kl. 11:57

Kristófer fékk Albatross í Leirunni

Albatross eða þrír undir pari er afar sjaldgæft á golfvellinum en Kristófer Orri Þórðarson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar gerði sér lítið fyrir og náði því í Leirunni nýlega.

Afrekskylfingurinn Kristófer Orri var að leika æfingahring fyrir stigamót í Leirunni þegar hann smellti öðru högginu ofan í á 18. holu á Hólmsvelli en hún er par 5. Hann náði góðu upphafshöggi en var rétt um 200 metra frá pinna, tók 6 járnið og hitti það vel. Boltinn lenti fremst á flötinni og rúllaði ofan í holu en pinninn var uppi á efri palli flatarinnar.

kylfingur.is
kylfingur.is

„Þetta var magnað og skemmtilegt,“ sagði Kristófer Orri sem endaði síðan með efstu mönnum í Leirumótinu sem fór fram um síðustu helgi.

Líkurnar á því að ná Albatros, tvöföldum erni (double eagle) eru litlar eða einn á móti 6 milljónum en að fara holu í höggi eru líkurnar einn á móti tólf þúsund.

Örninn járn 21
Örninn járn 21