Kristófer tapaði í bráðabana í Þýskalandi
Kristófer Karl Karlsson, Daníel Ísak Steinarsson, Ragnar Már Ríkarðsson og Sigurður Arnar Garðarsson hófu á miðvikudaginn leik á Junior Golf Tour Chamiponship mótinu. Mótinu lauk í dag en leiknir voru fjórir hringir. Sigurður Arnar varð fyrir meiðslum í olnboga og þurfti því að hætta leik eftir fyrsta hringinn.
Kristófer Karl, sem leikur í 14-15 ára flokknum lék lokahringinn á 74 höggum eða 2 höggum yfir pari. Hann endaði á 13 höggum yfir pari samtals og fór í bráðabana upp á sigurinn. Hann átti 6 metra pútt á lokaholunni sem hann mátti tvípútta fyrir sigrinum en því miður þrípúttaði Kristófer en hann tapaði svo í bráðabana upp á sigurinn.
Kristófer Karl Karlsson
Daníel Ísak lék á 73 höggum á lokahringnum eða 1 höggi yfir pari. Hann fékk 3 fugla og 4 skolla á hringnum í dag. Hann endaði í 9. sæti í mótinu í flokki 16-18 ára á 15 höggum yfir pari samtals.
Ragnar Már lék á 74 höggum í dag eða 2 höggum yfir pari. Hann endaði jafn í 14. sæti á 30 höggum yfir pari samtals.
Kylfingur átti orð við Kristófer eftir hringinn og lýsti hann síðustu 2 holunum á hringnum og bráðabananum:
„Þetta var gott mót og ég er virkilega sáttur með spilamennskuna. Tók of mikið af röngum ákvörðun í mótinu og hef lært mikið af þvi að taka rétta sénsa. Ég fann fiðring a 17. holu á 180 metra par 3 holu með bönker fyrir framan og vatn vinstra megin og sló 5 járn og hitti grínið, átti svo 9 metra pútt og þá byrjaði stressið. Eitthvað sem ég þarf að bæta í framtíðinni er að höndla stressið. Ég var nokkuð ákveðinn í púttinu og átti 3 metra til baka en setti það í. Ég vissi enga stöðu á hringum á þessum tímapunkti. Svo á 18. holu setti ég drævið til hægri á fínan stað og átti 125 metra eftir og tek léttan PW og sló sirka 6 metra frá í nokkuð þægilegt pútt. Ég var alltof ákveðinn og skildi eftir 2 og hálfan eftir og missti það svo til baka. Gæjinn sem var jafn mér fyrir 18. sló í bönker og sló það í 4 metra og setti það svo í. Svo spiluðum við 1. holuna í bráðabana og hann slær til hægri og ég miðja braut. Hann átti ekki högg inná og lagði upp í staðinn um 50 metra frá. Ég var 190 metra frá tók 5 járn og slæ 5 metra frá. Hann slær svo 4 metra frá og setur það í og enduðum þar báðir á pari. Svo lékum við 17. sem er par 3 og hann slær hægra megin og á 40 metra pitch eftir, ég slæ í bönker fyrir framan grínið. Hann slær 1 meter frá og ég skalla aftast á grínið og á krefjandi 10 metra pútt eftir. Ég var of ákveðinn og setti það 2 metra frá og missti og hann setti í fyrir pari.
Þetta mót var virkilega skemmtilegt og er ég mjög sáttur með mig og spilamennskuna.
Fyrstu tvo dagana spilaði ég mikið með 3 tré því ég var ekki á drævernum en á æfingasvæðinu eftir annan daginn fann ég hann aftur.
Síðustu 2 hringina notaði ég mikið dræver og kom mér þar af leiðandi í betri færi og skoraði því betur. Ég var 50/50 á járnunum en með því að taka driver á teig sló ég yfir allar hættur og átti alltaf uppáhalds lengdirnar mínar eftir, 120-50 metra. Ég var með 4 þrípútt og 5 víti i mótinu.
Var í 4. sæti í fyrra og markmiðið mitt fyrir þetta mót var top-3 og er því virkilega sáttur með mig i þessu móti! :) Þakka fyrir allan stuðning!“ Sagði Kristófer.
Hér má sjá lokastöðuna í flokki 14-15 ára drengja.
Hér má sjá lokastöðuna í flokki 16-18 ára pilta.