Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Kvennalandsliðið í 36. sæti af 53 þjóðum
Ólafía, Valdís og Guðrún Brá brosmildar eftir mótið í Tyrklandi.
Mánudagur 1. október 2012 kl. 10:53

Kvennalandsliðið í 36. sæti af 53 þjóðum

Ísland endaði í 36. sæti á heimsmeistaramóti kvennalandsliða en mótinu lauk í Tyrklandi í gær. Kórea vann á 13 undir pari. Íslenska liðið endaði á 29 höggum yfir pari. Fimmtíu og þrjár þjóðir tóku þátt í mótinu og er þetta besti árangur kvennalandsliðs Íslands frá upphafi.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék best síðasta daginn á 71 höggi, Valdís Þóra Jónsdóttir og Guðrún Brá Björgvinsdóttir komu báðar inn á 79 höggum. Ólafía varð í 54. sæti, Valdís í 100. og Guðrún í 122. sæti.

Ólafía Þórunn 79-70-76-71=296 +8
Valdís Þóra 77-76-77-79=309 + 21
Guðrún Brá 79-80-78-79=316 +28

Í einstaklingskeppninni sigraði Lydia Ko frá Nýja Sjálandi á 14 undir pari. Stúlkur frá Svíþjóð og Finnalndi komu á 8 undir í 2.-3. sæti.

Framundan en svo heimsmeistarakeppni karlalandsliða sem einnig er haldin í Tyrklandi. Karlaliðin keppa um Eisenhower Trohpy en það er heitið á karlabikarnum, leikið er á Cornelia Golf Club og Antalya Golf Club (Sultan Course) dagana 4.-7. október.  Í karlalandsliðinu eru kylfingarnir, Axel Bóasson GK, Haraldur Franklín Magnús GR og Rúnar Arnórsson GK.

Örninn 2025
Örninn 2025