golfnamskeið forsíða
golfnamskeið forsíða

Fréttir

LEK byrjar með látum
Mánudagur 6. febrúar 2023 kl. 21:37

LEK byrjar með látum

Landssamtök eldri kylfinga (LEK) hafa verið gríðarlega öflug undanfarin ár. Þrátt fyrir kulda og leiðindi utandyra, þá hafa LEK ávkeðið að blása til fyrsta golfmóts ársins í samstarfi við Golfhöllina á Granda.

Mótið fer fram þann 25. mars næstkomandi. Leikið verður í Trackman golfhermum í Golfhöllinni á Granda. Grafarholtsvöllur verður leikinn. Skráning mótið hefst 14. febrúar og stendur yfir til 1. mars í Golfbox. Þrír leikmenn leika í hverjum hermi og er þátttökugjaldið kr. 5.000. Pláss er fyrir 21 karl og 21 konu. Leikið er frá kl. 11:00 - 13:30. Fáist næg þátttaka verður fjölgað í mótinu og leikið aftur kl. 14:00 - 16:30.

golfnamskeið forsíða
golfnamskeið forsíða

Kylfingur.is hvetur eldri kylfinga (50 ára og eldri)  til að skrá sig til leiks í frábært mót.

Fyrir þá sem ekki vita hvernig golfmót fer fram í Trackman, þá fylgir hér eitt dæmi á myndbandi.