Örninn 21 bland 1
Örninn 21 bland 1

Fréttir

LET ACCESS: Berglind og Guðrún hefja leik á morgun
Guðrún Brá Björgvinsdóttir
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
miðvikudaginn 12. júní 2019 kl. 10:00

LET ACCESS: Berglind og Guðrún hefja leik á morgun

Atvinnukylfingarnir Berglind Björnsdóttir og Guðrún Brá Björgvinsdóttir hefja á morgun leik á Skafto Open mótinu á LET Access mótaröðinni. Mótið fer fram í Svíþjóð dagana 13. - 15. júní.

Berglind og Guðrún voru báðar með á Opna finnska mótinu í síðustu viku og var Guðrún þá í toppbaráttunni en endaði að lokum í 8. sæti. Guðrún hefur leikið í 5 mótum á LET Access mótaröðinni á þessu tímabili og er í 28. sæti stigalistans með 3.261 stig. Berglind hefur leikið í 6 mótum á tímabilinu en situr í 154. sæti stigalistans með 230 stig.

Hér má fylgjast með stöðunni á Skafto Open mótinu.

Örninn járn 21
Örninn járn 21