Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Levin með góða forystu í Arizona
Laugardagur 4. febrúar 2012 kl. 13:33

Levin með góða forystu í Arizona

Spencer Levin er með þriggja högga forystu á Waste Management Phoenix Open mótinu sem fram fer á PGA-mótaröðinni í Arizona, Bandaríkjunum. Levin lék frábærlega í gær og skilaði inn skori upp á 63 högg eða átta höggum undir pari. Hann er nú þremur höggum á undan Harrison Frazer sem er annar.

Vonandi held ég áfram að hafa trú á sjálfum mér og trú á sveiflunni. Ég ætla að gera mitt allra besta. Þetta ætti að verða skemmtilegt og ég ætla að njóta þess að vera í toppbaráttunni,“ sagði Levin eftir hringinn í gær.

Örninn 2025
Örninn 2025

Frazer náði ekki að klára hring sinn og á tvær holur eftir af öðrum hring. Hann gæti því færst nær Levin með góðum endasprett. Sjötti besti kylfingur heims, Webb Simpson, er í þriðja sæti á átta höggum undir pari ásamt John Huh.

Phil Mickelson er samtals á fjórum höggum undir pari í mótinu eftir að hafa leikið á 70 höggum í gær. Hann átti hræðilegar fyrri níu holur en lék vel á þeim seinni þar sem hann nældi sér í fimm fugla.

Staðan í mótinu